Þrír í sóttkví í Dalvíkurbyggð

Alls eru 3 í sóttkví í Dalvíkurbyggð en enginn í einangrun samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Landlækni. Sex eru í sóttkví á Siglufirði og einn í einangrun, enginn er í sóttkví eða einangrun í Ólafsfirði. Þá eru tveir í sóttkví í Hrísey.

Alls eru 77 manns smitaðir af kórónuveirunni á öllu Norðurlandi. Þar af eru 42 á Norðurlandi eystra og 35 á Norðurlandi vestra. Þá eru 263 í sóttkví á öllu Norðurlandi.