Þrír sóttu um starf slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar

Jóhann K. Jóhannsson er nýr slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar, en Ámundi Gunnarsson lét nýlega af störfum vegna aldurs.

Þrjár umsóknir bárust um starf slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar en ein umsókn var dregin til baka. Viðtöl voru tekin við umsækjendur sem eftir stóðu, en það voru Ingvar Erlingsson og Jóhann K. Jóhannsson.