dalvíkurbyggð

Tilnefndur knattspyrnumaður ársins

Varnarmaðurinn og fyrirliði Dalvíkur/Reynis, Snorri Eldjárn Hauksson, hefur verið tilnefndur sem Knattspyrnumaður ársins 2018 í Dalvíkurbyggð og verður því fulltrúi knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis í tilnefningu á Íþróttamanni Dalvíkurbyggðar sem og Íþróttamanni UMSE. – Dalviksport.is greinir frá þessu.

Snorri, sem er uppalinn Dalvíkingur, er mikill íþróttamaður og býr hann yfir gífurlega miklum líkamlegum styrk og hraða. Forystuhæfileikar Snorra eru miklir og setur hann gott fordæmi fyrir yngri kynslóðina. Snorri Eldjárn er mikill félagsmaður og lék hann heilt yfir frábærlega í sumar. Hann er því vel að tilnefningunni kominn“ segir í tilnefningu Knattspyrnudeildar Dalvíkur.

Heimild: dalviksport.is.