Tveir í sóttkví á Dalvík
Samkvæmt nýjustu tölum á Norðurlandi eystra þá eru talsverð fjölgun í sóttkví og einnig í einangrun í landshlutanum. Á Dalvík eru tveir í sóttkví en enginn í einangrun. Á Siglufirði eru núna 3 í sóttkví og tveir í einangrun með covid. Engin tilfelli eru enn skráð í Ólafsfirði.
Flestir eru í sóttkví á Akureyri eins og dagana á undan. Á Norðurlandi eystra eru núna 78 í sóttkví og 22 í einangrun.
Alls eru núna 35 með covid á öllu Norðurlandi og 119 í sóttkví.