Um 70 viðbragðsaðilar að störfum í nótt í Fjallabyggð

Óvissustig er enn í gildi fyrir Tröllaskaga og enn er úrkoma á svæðinu. Í nótt voru um 70 viðbragðsaðilar að störfum í Ólafsfirði en tilkynnt var um vatn í 18 húsum og tjón talið töluvert. Þá mynduðust stór lón í bænum sem verið er að létta á.

Viðbragðsaðilar frá lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum ásamt starfsmönnum sveitarfélagsins hafa verið að störfum frá því rétt fyrir miðnætti.