dalvíkurbyggð

Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð Dalvíkurbyggðar

Dalvíkurbyggð hefur tekið fyrir umsóknir í afreks- og styrktarsjóð íþrótta- og æskulýðsráðs vegna ársins 2019. Styrkirnir verða afhentir á hátíðarfundi þriðjudaginn 14. janúar 2020, kl. 17:00.

Styrkir sem veittir verða eru:

a) Rebekka Lind Aðalsteinsdóttir vegna ástundunar og árangurs í knattspyrnu
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Rebekku Lind um kr. 50.000.-

b) Amalía Nanna Júlíusdóttir vegna ástundunar og árangurs í sundi
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Amelíu Nönnu um kr. 50.000.-

c) Ingvi Örn Friðriksson vegna ástundunar og árangurs í kraftlyftingum
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Ingva Örn um kr. 175.000.-

d) Amanda Guðrún Bjarnadóttir vegna ástundunar og árangurs í golfi
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Amöndu Guðrúnu um kr. 175.000.-

e) Guðfinna Eir Þorleifsdóttir vegna ástundunar og árangurs á skíðum
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Guðfinnu Eir um kr. 175.000.-

f) Snorri Guðröðarson vegna ástundunar og árangurs í frisbí-golfi
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Snorra um kr. 100.000.-

g) Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir vegna ástundunar og árangurs í knattspyrnu
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Snædísi Ósk um kr. 50.000.-

h) Knattspyrnudeild Dalvík/Reynir vegna búnaðarkaupa fyrir afreksþjálfun á nýjum gervigrasvelli
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að styrkja Knattspyrnudeild Dalvík/Reynir um kr. 350.000.-