dalvíkurbyggð

Upptökur á heimildamyndinni Sundlaugar á Íslandi í Dalvíkurbyggð

Fyrirtækið JKH-Kvikmyndagerð ehf. sótti um styrk til Dalvíkurbyggðar til að taka upp atriði á Dalvíkurbyggð og nágrenni í heimildamyndina Sundlaugar á Íslandi.  Sundlaugin á Dalvík og Sundskáli Svarfdæla mun koma mikið við sögu í myndinni að sögn Jóns Karls Helgasonar. Hugmyndin er að taka upp í Sundskálanum í september á þessu ári. Áætlaður kostnaður við upptökur á Dalvík og nágrenni er kr. 805.000.

Byggðaráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt að styrkja verkefnið um mat fyrir 7 aðila í 3 daga.