dalvíkurbyggð

Útimarkaður á Fiskidaginn mikla

Nú er hægt að sækja um pláss á útimarkaði á Fiskidaginn mikla. Markaðurinn er að þessu sinni á vegum Menningarfélagsins Berg ses. Hann verður staðsettur á baklóð Menningarhússins Bergs, ofan við gangstíginn og sunnan við ráðhúsið.

Líkt og undanfarin ár verður svæðið eingöngu ætlað fyrir söluvarning heimamanna. Umsóknir skulu sendar á netfangið berg@dalvikurbyggd.is fyrir 1. ágúst 2018.  Verð fyrir pláss er kr. 6.500.-  sem þarf að greiða fyrir 7. ágúst. Nánari upplýsingar í síma 8689393.

Um markaðssvæðið gilda Reglur um götusölu og útimarkaði sem er að finna á heimasíðu Dalvíkurbyggðar www.dalvikurbyggd.is

Að auki gilda eftirfarandi reglur:

  1. Markaðurinn verður opinn frá kl. 11:00-18:00 og er þátttakendum skylt að virða þessi tímamörk.
  2. Svæðið opnar kl. 9:00 til að stilla upp vörum
  3. Allur frágangur sölusvæðis er á ábyrgð þátttakenda, þar með talið ruslatínsla.
  4. Þátttakendur þurfa sjálfir að koma með borð og annað sem þarf fyrir þeirra eigin sölu.
  5. Svæðinu verður ekki skipt upp í reiti heldur sjá þátttakendur sjálfir um að skipta plássinu á milli sín. Vinsamlegast takið tillit til annarra seljenda.
  6. Sala matvæla er háð leyfi Heilbrigðiseftirlitsins og verða þátttakendur að vera tilbúnir að framvísa leyfum á staðnum ef þess er óskað.
  7. Þátttakendur sem ekki framfylgja reglum og/eða hafa ekki tilskilin leyfi verður vísað af svæðinu.

Allar upplýsingar veitir Gréta Arngrímsdóttir Framkvæmdastjóri Menningarfélagsins Bergs ses. sími 8689393.

Texti: dalvik.is

 

Mynd: Fiskidagurinnmikli.is