Útkall hjá Björgunarsveitinni á Dalvík

Klukkan rúmlega 8:00 í morgun fékk Björgunarsveitin á Dalvík útkall vegna vélarvana báts, 2,3 sjómílur norður af Hrólfskeri. Leki var kominn að bátnum. Línubáturinn Sólrún EA-151 rakst á rekald í utanverðum Eyjafirði, en honum til bjargar kom annar bátur sem var á svæðinu og tók Sólrúnu í tog. Vörður, björgunarbátur Björgunarsveitarinnar Dalvík var sendur með dælur. Allt fór vel að lokum og gekk togið til Siglufjarðar mjög vel.