Hrísey

Verbúðin 66 – Veitingastaður í Hrísey

Veitingahúsið Verbúðin 66 opnaði 24. mars 2016 í Hrísey í Eyjafirði. Stofnendur og eigendur eru hjónin Linda María Ásgeirsdóttir og Ómar Hlynsson. Félagið Háey ehf. annast rekstur Verbúðarinnar 66 sem er til húsa að Sjávargötu 2.
Veitingastaðurinn er staðsettur við sjóinn í nálægð við höfnina. Opið er allan daginn yfir sumartímann, um helgar og eftir samkomulagi þar fyrir utan. Boðið er upp á ýmsa fiskirétti, súpu, hamborgara, kökur og kaffi. Þá er sérstakur barnamatseðill.  Í matreiðsluna er nýtt hráefni úr Hrísey og nágrenni einnig er ósíaður Kaldi á krananum.
Sérstakur hópmatseðill er til staðar fyrir 10 manns eða fleiri og er tekið á móti hópum allt árið, hægt er að senda tölvupóst á verbudin66@simnet eða hringja í síma 467-1166 og fá tilboð og allar upplýsingar um matseðil og opnunartíma.

Sýnishorn af matseðli:

Fiskur & franskar, Verbúðarsteik, Verbúðarborgari, súpa, sætkartöflubaunabuff, grillsamloka og kjúklingasalat. Á barnamatseðli eru samlokur, hamborgarar, fiskur & franskar og soðinn fiskur.
Á Verbúðinni 66 eru líka alls konar viðburðir allt árið og komast um 40 manns í sæti.  Hægt er að fylgjast með fréttum og viðburðum á Facebooksíðu veitingahússins.