Fjallabyggð

Verkfallsaðgerðir í Dalvíkurbyggð

Boðaðar hafa verið verk­falls­að­gerðir aðild­ar­fé­laga BSRB og munu aðgerð­irnar ná til 108 starfa í Dalvíkurbyggð, þó eru nokkur af þeim störfum undanskilin verkfalli. Munu verk­falls­að­gerðir því hafa veruleg áhrif á þjón­ustu Dalvíkurbyggðar þá daga sem aðgerðir standa yfir. Misjafnt er á milli stofnana Dalvíkurbyggðar hver áhrif verk­fallsins verða og í flestum tilvikum er um skerta þjón­ustu að ræða eða styttri opnun­ar­tíma. Ákveðnar stofn­anir þurfa þó að loka alveg á meðan verk­falls­að­gerðum stendur.

Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir eru áætlaðar á eftirtöldum dögum:

Mánudaginn 9. mars
Þriðjudaginn 10. mars
Þriðjudaginn 17. mars
Miðvikudaginn 18. mars
Þriðjudaginn 24. mars
Fimmtudaginn 26. mars
Þriðjudaginn 31. mars
Miðvikudaginn 1. apríl

Verkfallsaðgerðir munu hafa eftirtalin áhrif á þjónustu sveitarfélagsins:

Þjónustuver Dalvíkurbyggðar verður með skerta opnun verkfallsdagana með því móti að opið verður á milli 10-13

Fræðslu- og menningarsvið

Dalvíkurskóli:
Ekki stendur til að skerða þjónustu við nemendur að öðru leyti en því að Frístund verður lokuð verkfallsdagana.
Skólaíþróttir verða þó með öðru sniði en vanalega vegna lokunar í íþróttamiðstöð.

Leikskólinn Krílakot:
Ef kemur til verkfalls mun starfsemi leikskólans skerðast þannig að loka þarf deildum hálfan dag eins og sést hér fyrir neðan. Sent verður á foreldra barna á Kátakoti sérstaklega hvaða börn mæta á hvaða tíma. Taka skal fram að börnin eru þann vistunartíma eins og þau eru vanalega t.d. ef barn á vistunartíma til kl 14:00 þá þarf að sækja það kl 14:00. Leikskólinn verður opin frá kl 7:45 – 16:15 en háð því að þeir kennarar sem ekki eru í verkfalli verði ekki fjarverandi eða veikir, en ef til þess kæmi gætu foreldrar þurft að sækja börnin.
Boðið verður upp á morgunmat, ávexti og nónhressingu en ekki verður boðið upp á hádegismat þannig að þau börn sem eru til kl 12:00 borða heima að loknum þeirra tíma og þau sem mæta kl 12:00 þurfa að vera búin að borða áður en þau mæta.

Mánudagurinn 9. mars
Sólkot, Mánakot og ½ Kátakot mæta sinn vistunartíma 7:45-12:00
Skýjaborg, Hólakot og ½ Kátakot mæta sinn vistunartíma kl 12:00– 16:15
Þriðjudagurinn 10. mars
Skýjaborg  Hólakot og ½ Kátakot mæta sinn vistunartíma kl 7:45-12:00
Sólkot, Mánakot og ½ Kátakot mæta sinn vistunartíma kl. 12:00- 16:15

Félagsmiðstöð/Íþróttamiðstöð:
Félagsmiðstöðin verður lokuð þà daga sem tímabundið verkfall fer fram.
Í íþróttamiðstöðinni verður sundlaugin lokuð. Rækt opin frà 8:15 – 13:00.

Söfn:
Á söfnum verður verulega skert þjónusta. Stefnt á að hafa opið virka daga frá 13.00-16.00 á bókasafninu.
Menningarhúsið verður opið frá 11.00-17.00.
Byggðasafnið og Héraðsskjalasafnið verða alveg lokuð.

Félagsmálasvið

Þær starfsstöðvar félagsþjónustu sem fara í verkfall eru:

– Heimilisþjónusta, búið er að senda öllum sem fá þá þjónustu bréf þar sem fram kemur að verkfall sé yfirvofandi og hvaða daga það er.  Eins og staðan er í dag verður engin heimilisþjónusta á meðan á verkfalli stendur, nema hjá einstaklingum sem þurfa þess lífsnauðsynlega með og eru með slíka þjónustu núna.
– Starfsmaður á skrifstofu félagsmálasviðs fer í verkfall, ekki verður gengið í hennar störf á meðan sem er skipulagning á heimilisþjónustu.
– Starfsmaður sem sinnir stuðningi við einstaklinga með skerta starfgetu á vinnumarkaði verður í verkfalli – hans skjólstæðingar fara ekki í vinnu á meðan.
– Liðveislu verður ekki sinnt hjá þeim einstaklingum sem eru með slíka þjónustu.

– Hins vegar er búsetuþjónustan með undanþágu og verður einstaklingum í búsetuþjónustu sem er virk í dag sinnt.  Sama máli gegnir um heimsendingu matar, því verður sinnt áfram.

Eigna- og framkvæmdadeild:
Skert þjónustustig við almenning og stofnanir sveitarfélagsins á meðan að á verkfalli stendur.

Hafnir:
Áætlað að opið verði eins og venjulega, mögulega með takmarkaðri þjónustu með einum manni.

Veitur:
Skert þjónustustig á verkfallsdögum.