Vetrarflugi frá Amsterdam til Akureyrar aflýst
Ekkert verður af fyrirhuguðum flugferðum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel í vetur. Áætlun gerði ráð fyrir 10 flugferðum frá Amsterdam til Akureyrar í febrúar og mars 2021, en vegna heimsfaraldurs Covid-19 munu þær falla niður. Nýgengi smita í Hollandi og víðar á meginlandi Evrópu er enn mjög hátt og miklar takmarkanir á ferðalögum fólks. Voigt Travel mun þess í stað einbeita sér að sölu ferða næsta sumar, en stefnt er að vikulegum flugferðum frá 7. júní til loka ágúst. Jafnframt eru áform um flugferðir næsta vetur, frá febrúar 2022.