Veturinn undirbúinn á Böggvisstaðafjalli
Félagar hjá Skíðafélagi Dalvíkur notuðu síðustu helgi til að reisa nýjar girðingar í Böggvisstaðafjall. Eldri girðingar fengu líka upplyftingu og er áætlað að halda verkinu áfram um næstu helgi.
Allir sem geta aðstoðað, eru velkomnir. Mæting í Brekkusel kl 09.00, þar verður sameinað í bíla og ekið upp á topp.
