Víða illfært á Norðurlandi

Víða er illfært á norðanverðu landinu og margir fjallvegir enn lokaðir. Vegfarendur eru beðnir að athuga aðstæður áður en þeir fara af stað.

Snjóþekja, éljagangur og skafrenningur er á flestum leiðum á Norðurlandi. Þó að mestu greiðfært í kringum Akureyri.

Þverárfjall er lokað vegna veðurs og Víkurskarð er lokað.