dalvíkurbyggð

Viðburðir vegna Fiskidagsins mikla í dag

Nokkrir viðburðir eru á dagskrá í dag, fimmtudaginn 9. ágúst vegna Fiskidagsins mikla á Dalvík. Tónleikar í Bergi, tónleikar á Kaffihúsi Bakkabræðra og Knattspyrnuleikur á Dalvíkurvelli.

Lunch beat / Hádegistaktur í Bergi
Fimmtudaginn  9. ágúst milli kl. 12.00 og 13.00 standa Menningarhúsið Berg, Bókasafn Dalvíkurbyggðar og Fiskidagurinn mikli fyrir hádegistakti (Lunch beat) í salnum í Bergi. DJ HULIO sér til þess að allir geti dansað inn í Fiskidagsstemninguna, ljósashow og allur pakkinn. Allir hvattir til að mæta og frítt inn.

Fimmtudaginn 9. ágúst: „Sögur um lífið“ þekktustu lög Rúnars Júlíussonar á Kaffihúsi Bakkabræðra, Eyþór Ingi og allir hinir, söngur og uppistand í Menningarhúsinu Bergi.

FiskidagsZumbasæla verður síðan með Ingu Möggu og fleiri Zumbaskvísum í Víkurröstinni fimmtudaginn 9. ágúst  milli kl. 16.30 og 18.00. Allir velkomnir FRÍTT inn.

Eyþór Ingi og allir hinir í Bergi
Fimmtudagskvöldið klukkan 20:30 mætir Eyþór Ingi  en hann er án efa einn af okkar fremstu söngvurum í dag. Hann hefur einnig getið sér gott orð fyrir að vera mögnuð eftirherma. Hér er á ferðinni alveg hreint mögnuð blanda af þessu tvennu og gott betur. Eyþór hefur farið sigurför um landið, einn síns liðs, með píanóið, gítarinn og röddina að vopni.

Dalvík/Reynir – KV
Spennandi knattspyrnuleikur fimmtudaginn 9. ágúst kl. 19:00, þá keppa heimamenn í Dalvík/Reyni við KV á Dalvíkurvelli.