Villi vísindamaður á Bókasafni Dalvíkurbyggðar

Ferðalag um töfraheim vísindanna – Vísinda Villi verður á bókasafninu á Dalvíkurbyggðar laugardaginn 3. nóvember kl. 13:00, og búast má við fróðlegri, spennandi og stórskemmtilegri sýningu fyrir alla fjölskylduna.  Villi mun spjalla um vísindi og gera nokkrar klikkaðar tilraunir.  Aðgangseyrir er 1500 krónur og verða miðar seldir á staðnum. Stundin fer fram í stóra salnum.