Vinna hafin á golfvellinum á Dalvík
Vinna er hafin á Arnarholtsvelli í Dalvíkurbyggð. Edwin Roald hefur hannað breytingar á 4. flöt vallarins. Klúbburinn vildi gera flötina aðgengilegri og fjölga möguleikum á holustaðsetningum.
Golfklúbburinn Hamar Dalvík ákvað að nýta sér hversu snjólétt er á svæðinu og frosin jörð. Hægt var að koma þungavinnuvélum á grasið án þess að skemma brautina í þessum aðstæðum.
Verkefnið núna er að móta flötina og umhverfið og leggja út allan jarðveg sem koma þarf svo ekkert verði eftir nema að fínjafna og þökuleggja flötina í vor.
Myndir koma frá GHD.