Annað

VR býður félagsmönnum niðurgreiðslu á gistingu

VR býður félagsfólki sínu niðurgreiðslu á gistingu innanlands sumarið 2021. VR félagar geta sótt styrk með því að skila inn reikningi vegna gistingar innanlands sem er niðurgreiddur um 70% en að hámarki 10.000 kr. fyrir hvern félaga. Um er að ræða tímabundna aðgerð vegna COVID-19.

Vakin er athygli á því að félagar geta ekki nýtt sér slíka endurgreiðslu með öðrum orlofstengdum valkostum félagsins, það er að segja niðurgreiðslu á ferðavögnum eða bókun á orlofshúsi. Gistitími miðast við 2. maí – 15. september 2021.

Heimild: VR.is