dalvíkurbyggð

13 staðfest smit í Dalvíkurbyggð

Þrettán manns eru í einangrun í Dalvíkurbyggð með staðfest covid smit. Fjórtán eru í sóttkví í Dalvíkurbyggð. Þetta kemur fram í nýjum upplýsingum frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Íþróttamiðstöðinni á Dalvík verður lokað á hádegi í dag og verður lokuð um helgina.

Upp er komið smit í starfsmannahópi Krílakots og því verður leikskólinn lokaður í dag. Starfsfólk skólans hefur verið sett í 36 tíma úrvinnslusóttkví, sjá má skilgreiningu á úrvinnslusóttkví hér fyrir neðan.