Fjallabyggð

14 sóttu um hjá Slökkviliði Fjallabyggðar

Nýliðun í Slökkviliði Fjallabyggðar hefst á næstu dögum. Alls bárust fjórtán umsóknir eftir að auglýst var eftir fólki en nú er unnið úr umsóknum.

Meða umsækjenda voru tvær konur en þær eru í minnihluta í þessari starfsstétt.

Samþykkt hefur verið að sex nýliðar verða ráðnir á þessu ári.

Nýliðar sem valdir verða hefja fornám, þjálfun og æfingu strax núna í júní. Í haust er stefnt að það því að hefja nám við Brunamálaskóla Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar.

Hlutastarfandi slökkviliðsmenn á útkallslista Slökkviliðs Fjallabyggðar verða þá orðnir 34 auk slökkviliðsstjóra og varaslökkviliðsstjóra.

Þetta kemur fram í frétt á vef Fjallabyggðar.