1950 íbúar í Dalvíkurbyggð og fjölgað um 35 á milli ára
Íbúar í Dalvíkurbyggð eru núna alls 1950 og hefur fjölgað um 35 frá desember 2023. Nemur fjölgunin í Dalvíkurbyggð 1,8% á milli ára. Alls eru íbúar Fjallabyggðar núna 2005 og hefur fækkað um 5 síðan í desember 2023 samkvæmt tölum úr Þjóðskrá.
Þá fjölgaði um 183 á Akureyri, og eru þar núna 20.382 íbúar. Í Norðurþingi búa núna 3252 íbúar eftir að fjölgaði um 52 milli ára.
Í Eyjafjarðarsveit búa núna 1198 manns og fjölgaði um 18 á milli ára eða um 1,5%.