40 ára afmæli Dalbæjar
Dalbær, heimili aldraðra í Dalvíkurbyggð fagna í ár 40 ára starfsafmæli. Stjórn og hjúkrunarframkvæmdastjóri hafa ákveðið að halda uppá þessi tímamót með kaffisamsæti og uppákomu sunnudaginn 13. október næstkomandi. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt að styrkja Dalbæ um 100.000 kr. vegna þessara tímamóta.