Áætlun Hríseyjarferjunnar breytt tímabundið
Vegna kórónuveirunnar hefur verið ákveðið í samráði við Vegagerðina að breyta áætlun Hríseyjarferjunnar næstu tvær vikurnar.
Ferjan mun sigla fimm ferðir á dag.
Þær ferðir eru:
Frá Hrísey Frá Árskógssandi
07:00 07:20
09:00 09.30
13:00 13:30
17:00 17:30
21:00 21:30
Aðrar ferðir falla niður.
Áætlunin tók gildi þann 26. mars sl. og gildir til og með 8. apríl. Þá verður staðan endurmetin.