dalvíkurbyggð

Aðeins 14 smit í Dalvíkurbyggð

Loksins er smitum farið að fækka hressilega í Dalvíkurbyggð en í dag eru aðeins 14 smit í Dalvíkurbyggð og 5 í sóttkví.

Eftirfarandi upplýsingar birtust fyrst á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.

Upplýsingar um ferli, fyrir íbúa:

Fái einstaklingur greiningu um að hann sé með Covid er unnið út frá því að allir sem í miklu návígi við hann voru 24klst áður en einkenni gerðu vart við sig skulu fara í sóttkví. Þegar átt er við mikið návígi er talað um innan við tvo metra í meira en fimmtán mínútur. Þó einstaklingur fari í sóttkví þá fer fjölskylda þess aðila ekki endilega líka í sóttkví og er því mikilvægt að leggja sig fram við að halda reglum um sóttkví í lengstu lög á heimili eða kljúfa sig frá öðrum meðan á sóttkví stendur.

Æskilegt er að þeir sem voru í mestu návígi við greindan einstakling fari strax í sóttkví og er hún þá sjálfskipuð á þeim tímapunkti á meðan rakningarteymi vinnur. Álag á rakningarteyminu er mikið og því er mikilvægt er að hafa Rakning C-19 appið uppsett á síma sínum til að aðstoða við rakningu.

Hvað má ekki gera í sóttkví:

Ekki fara til vinnu eða í skóla, ekki fara á mannamót að neinu tagi, ekki fara sjálfur í búð, apótek, veitingastaði, sundlaugar eða annað þar sem fólk kemur saman á og ekki fara út að keyra.
Það má ekki taka á móti gestum, ekki dvelja í sameiginlegum rýmum, eða útivistasvæðum.
Börn sem ekki hafa þroska til að halda fjarlægð við foreldra í sóttkví eða huga að eign hreinlæti verða að vera með foreldrum í sóttkví.

Hvað má gera:

Það má fara út á svalir og í garð sem er til einkanota, það má fara í gönguferðir í nærumhverfi sóttkvíarstaðar en þarf að halda a.m.k 2m fjarlægð frá öllum öðrum vegfarendum. Börn foreldra sem eru í sóttkví mega fara í skóla og út að leika ef þau hafa þroska til að halda fjarlægð við foreldra og sinna eigin hreinlæti. Börn mega ekki fá gesti á heimilið.

Á heimasíðu Landlæknis eru frekari upplýsingar í meiri smáatriðum. Hér að neðan má nálgast þær upplýsingar:

Leiðbeiningar fyrir almenning um einangrun í heimahúsi
Leiðbeiningar fyrir almenning varðandi heimasóttkví
Börn í sóttkví – leiðbeiningar og tillögur til forráðamanna