Aðeins 9 í sóttkví í Dalvíkurbyggð
Áfram berast jákvæðar fréttir úr Dalvíkurbyggð, en í dag eru aðeins 9 í sóttkví en enn eru 21 í einangrun. Jákvætt er að engin ný smit hafa verið undanfarna daga.
Frá og með deginum í dag verður sýnataka á Heilsugæslustöðinni á Dalvík. Þeir sem eiga að koma í skimun eða vilja panta sýnatöku hringja þá í s: 432-4400 og panta tíma.