dalvíkurbyggð

Aðventurölt í Dalvíkurbyggð

Hið árlega aðventurölt í Dalvíkurbyggð verður haldið fimmtudaginn 5. desember næstkomandi.

Að venju mun Menningarfélagið Berg standa fyrir aðventumarkaði í salnum í Bergi.  Markaðurinn verður með hefðbundnu sniði, margvíslegt handverk og gjafavara eftir heimafólk og jólastemningin einstök að venju.

Söluaðilum er bent á að senda borðapantanir á netfangið: berg@dalvikurbyggd.is.