Aðventurölti frestað
Skipulagshópur um Aðventurölt í Dalvíkurbyggð hefur tilkynnt að í ljósi aðstæðna í samfélaginu að Aðventuröltinu, sem halda átti laugardaginn 5. desember verði aflýst í ár. Skipulagshópnum finnst ekki rétt að auglýsa viðburð sem hvetur fólk til þess að safnast saman á þessum tímum.
Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.