Aflið
Aflið veitir þolendum ofbeldis og aðstandendum þeirra stuðning og ráðgjöf þar sem einstaklingar hitta ráðgjafa þeim að kostnaðarlausu.
Ráðgjöf Aflsins byggir á fimm megin gildum áfallamiðaðrar þjónustu: öryggi, traust, valdefling, valfrelsi og samvinna.
Vinnan sem fer fram hjá Aflinu er sjálfsvinna og felst í því að gera einstaklinga meðvitaða um eigin styrk og aðstoða þá við að nota þann styrk til þess að breyta eigin lífi.