Appelsínugul viðvörun á Norðurlandi
Appelsínugul viðvörun verður á Norðurlandi eftir hádegið á morgun, fimmtudaginn 7. nóvember. Frá morgni og til hádegis verður gul viðvörun á svæðinu. Fólk er hvatt að ganga frá lausamunum. Ekkert ferðaveður verður eftir hádegið.
Frá veðurstofu:
Til hádegis:
Sunnan 18 til 25 m/s og hviður staðbundið yfir 30 m/s. Varasamt ferðaveður, einkum fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að ganga frá lausamunum.
Eftir hádegi og út daginn:
Suðvestan 20-28 m/s og hviður staðbundið yfir 40 m/s, einkum vestantil. Ekkert ferðaveður. Nauðsynlegt er að ganga frá lausamunum til að fyrirbyggja foktjón og er fólki bent á að sýna varkárni.