Akureyri

Aron Einar Gunnarsson kominn í Þór á Akureyri

Aron Einar Gunnarsson er genginn til liðs við Þór og hefur undirritað samning við knattspyrnudeild Þórs út árið 2025.

Aron Einar snýr heim í Þorpið eftir blómlegan 18 ára atvinnumannaferil, allt frá því hann gekk til liðs við AZ Alkmaar frá Þór um mitt sumar 2006, þá sautján ára gamall.

Síðan þá hefur Aron leikið með AZ Alkmaar í Hollandi, Coventry og Cardiff City á Bretlandseyjum og Al-Arabi í Katar, þaðan sem hann kemur nú til Þórs.

Hann var kynntur til leiks við hátíðlega athöfn í Hamri í dag og mun hefja æfingar með Þórsliðinu á mánudag en næsti leikur liðsins er gegn Njarðvík laugardaginn 10.ágúst næstkomandi.

Aron lék upp yngri flokkana með Þór og á 23 meistaraflokksleiki með liðinu sem hann lék 2005-2006 tímabilið. Möguleiki er á að Aron verði lánaður erlendis í vetur ef hann kemst í gang með Þór í sumar. Þetta kemur fram í viðtölum sem hann hefur veitt.

 

Heimild og mynd: thorsport.is