Ársmiðar Dalvíkur/Reynis komnir í sölu
Ársmiðar á heimaleiki Dalvíkur/Reynis fyrir sumarið 2020 eru nú komnir í sölu en hægt er að nálgast miða hjá öllum leikmönnum Dalvíkur/Reynis, stjórnarmönnum eða á netfanginu dalviksport@dalviksport.is.
Ársmiðarnir kosta aðeins 10.000 kr. og gilda fyrir einn á alla leiki Dalvíkur/Reynis í 2. deild karla.
Fyrsti leikur er einmitt á laugardaginn næsta (20. júní) þegar Þróttur Vogum kemur í heimsókn á Dalvíkurvöll.
Engar kaffiveitingar eru innifaldar í ársmiðunum.
Hægt að kaupa ársmiðana á fyrsta heimaleik.