Auglýst eftir framkvæmdastjóra í Bergi
Menningarfélagið Berg ses. auglýsir eftir framkvæmdastjóra fyrir Menningarhúsið Berg á Dalvík frá 1. mars 2019 eða samkvæmt samkomulagi. Um er að ræða 50% stöðu. Umsóknarfrestur er til og með 11. janúar 2019.
Hæfniskröfur
• Frumkvæði og þörf fyrir að ná árangri.
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg.
• Lipurð í mannlegum samskiptum.
Ábyrgðarsvið
• Ábyrgð á rekstri og starfsemi menningarhússins.
• Ábyrgð á framkvæmd stefnu Menningarfélagsins Bergs ses.
Helstu verkefni
• Kynningarmál og auglýsingar.
• Utanumhald um viðburði í menningarhúsi s.s. hugmyndavinnu, skipulagningu og fjárhagslega umsýslu.
• Styrkumsóknir til starfsemi menningarhúss og stuðla að samstarfi á milli aðila.
Umsóknir, ásamt ferilskrá, berist til Grétu Arngrímsdóttur framkvæmdastjóra á netfangið berg@dalvikurbyggd.is eða í pósti á heimilisfangið: Menningarfélagið Berg ses., Ráðhúsi Dalvíkur, 620 Dalvík.
Félagið áskilur sér rétt til að taka hvaða umsókn sem er eða hafna öllum umsóknum sem berast.
Allar frekari upplýsingar veitir Gréta Arngrímsdóttir framkvæmdastjóri í síma 868-9393 eða á netfangið berg@dalvikurbyggd.is.