Auglýst eftir grunnskólakennurum í Árskógarskóla
Í Árskógarskóla eru lausar til umsóknar tvær stöður umsjónarkennara á grunnskólastigi (100% stöður).
Fjölbreytt og skemmtilegt starf sem felur m.a. í sér verkgreinakennslu. Ráðið verður í stöðurnar frá 1. ágúst 2019. Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2019.
Í skólanum eru 40 börn frá 9 mánaða aldri til og með miðstigi grunnskóla.
Árskógarskóli er staðsettur við þjóðveginn, í Árskógi, 12 km frá Dalvík og 34 km frá Akureyri.
Frá þessu er greint á vef Dalvíkurbyggðar.