Barátta gegn einelti í Dalvíkurskóla
Nemendur og starfsfólk Dalvíkurskóla gáfu einelti rauða spjaldið þann 8. nóvember síðastliðinn, en sá dagur er helgaður baráttunni gegn einelti. Gísli Bjarnason skólastjóri hélt stutta ræðu um einelti og hvað það getur haft í för með sér. Síðan lyftu nemendur rauða spjaldinu og þögðu í eina mínútu og voru það táknræn mótmæli gegn einelti í skólanum. Margir nemendur og starfsfólk klæddust einhverju grænu í tilefni dagsins.
Frá þessu er greint á vef Dalvíkurskóla.