dalvíkurbyggð

Blakmót Rima á Dalvík um helgina

Árlegt blakmót Rima verður haldið um helgina í Dalvíkurbyggð og heitir Október-Kaldamót Rima. Að þessu sinni verður spilað á laugardegi og sunnudegi. 6 lið eru skráð til leiks frá Rimum og eitt frá Dalvíkurskóla.

2. deild karla, 2. deild kvenna og 3. deild kvenna spila í dag og þá er 1 karlalið og 2 kvennalið í eldlínunni.

Á sunnudaginn spilar 1. deild karla, 1. deild kvenna og 4. deild kvenna og þá er 1 karlalið, 2 kvennalið og krakkarnir að spila.

Það er frítt fyrir keppendur í sund og í heitu pottana.

Deildarskipting verður eftirfarandi:

1. deild kk:  BF A – KA – Rimar – Snörtur
2. deild kk: Rimar Á – KA Ö – Splæsir – Umf.Efling – BF B

1. deild kvk: Rimar A – Krákurnar – BF 1 – Skautar A – BF 2
2. deild kvk: Rimar B – Skutlur-Eik – Skautar B – KA-stelpur – Mývetningur – KA-Freyjur B
3. deild kvk: Rimar C- Mývetningur A – Fjaðrir 1 – Dalalæður – Bjarkir
4. deild kvk: Rimar D – BF 3 – Bryðjur – Stellur – BF 4 – Dalvík

Hver deild spilar alla sína leiki á einum degi svo leikjaniðurröðun gæti orðið nokkuð þétt.

Laugardagur:
2. deild kk
2. deild kvk
3. deild kvk

Sunnudagur:
1. deild kk
1. deild kvk
4. deild kvk