Böggvisbrauð tekur til starfa
Böggvisbrauð á Böggvisstöðum í Dalvíkurbyggð opnar fyrir brauðpantanir á opnunardaginn 28. apríl næstkomandi. Opið verður milli 15-18, sunnudaginn 28. apríl.
Fyrstu brauðin verða afhent föstudaginn 3.maí. Bakað verður einu sinni í viku, á föstudögum, til að byrja með.
Brauðið kemur úr fyrsta viðarhitaða brauðofninum á Íslandi.
Um takmarkað magn af brauðum er að ræða og ganga þeir fyrir sem mæta á opnunardaginn.
Þá verður að taka fram hvernig brauð (stærð) er óskað.
Upplýsingar um verð og stærð:
1300kr kílóið, brauðin eru eins og er í 4 stærðum; 1 kíló, 1 1/2 kíló, 2 kíló og 3 kíló (einnig hægt að skera að vild eftir vigt)
Enginn posi á staðnum, borga skal í reiðufé, eða millifæra á reikning bakarísins.
Nánari upplýsingar má finna á fésbókarsíðu fyrirtækisins.