dalvíkurbyggð

Borja Lopez Laguna áfram hjá Dalvík/Reyni

Borja Lopez Laguna hefur skrifað undir nýjan árs samning við meistaraflokk Dalvíkur/Reynis. Liðið leikur í 2. deildinni í sumar. Borja hefur leikið með Dalvík/Reyni síðan 2019 og á 138 leiki með liðinu og hefur gert 59 mörk í deild og bikarleikjum. Hann hefur verið einn af lykilmönnum í liðinu undanfarin ár. Borja er fæddur árið 1994.

Borja er hluti af samfélaginu á Dalvík og hefur þjálfað yngri flokka liðsins og starfað við kennslu Í Dalvíkurskóla. Þá er hann einn af eigendum FincaFresh

Fincafresh byrjaði árið 2022, sem samfélagsverkefni á Dalvík.