dalvíkurbyggð

Börnum boðið á tónleika í Bergi

Menningarfélagið Berg býður börnum í Dalvíkurbyggð á tónleika, mánudaginn 24. september kl. 10:30. Tónleikarnir eru sérsniðnir að börnum og með Pétri og úlfinum fá börnin skemmtilega hljóðfærakynningu og hæfilega stutta tónleika með sögumanni.  Elstu börnunum á leikskólanna og 1. – 4. bekk grunnskólanna í Dalvíkurbyggð eru boðin og þau sem hafa áhuga úr 5. og 6. bekk eru einnig  velkomin.

Það er kvintettinn NorðAustan 5 sem munu flytja þetta prógramm fyrir börnin en hann er saman settur af fimm konum sem búa á Norður- og Austurlandi og eiga íbúar Dalvíkurbyggðar eina heimakonu í hópnum en það er Ella Vala Ármannsdóttir horn leikari.