Byrjendakennsla á skíðum fyrir börn í Dalvíkurbyggð
Námskeið fyrir byrjendur á skíðum hefst sunnudaginn 20. janúar hjá Skíðafélagi Dalvíkur. Námskeiðið stendur í fimm daga og er ætlað börnum fæddum 2014 og fyrr. Skráning fer fram á skíðasvæðinu í síma 466 1010 eða á staðnum á opnunartíma fyrir kl. 16:00 laugardaginn 19. janúar.
Námskeiðsgjald er 14.000 kr. nánari upplýsingar um greiðslu gefnar í fyrsta tíma, en leiktíma-, og æfingagjald er innifalið í því. Þegar börnin eru orðin sjálfbjarga á skíðum og í lyftu hafa þau möguleika á áframhaldandi þátttöku í æfingum út veturinn, árgangur 2013 og 2014 í leiktímum og árgangur 2012 í æfingum með 1. bekk o.s.frv.
Hægt er að leigja skíðabúnað fyrir börnin án endurgjalds meðan á námskeiðinu stendur. Þá býðst foreldrum frítt á skíði, auk þess að fá leigðan skíðabúnað án endurgjalds tvo af námskeiðsdögum.
Kennsla verður eftirfarandi:
Sunnudaginn 20. jan kl 16:00 -17:00
Þriðjudaginn 22. jan kl 17:00 -18:00
Miðvikudaginn 23. jan kl 17:00 -18:00
Fimmtudaginn 24. jan kl 17:00-18:00
Sunnudaginn 27. feb kl 16:00-17:00
Nánari upplýsingar hjá Skíðafélagi Dalvíkur eða hjá Hörpu Rut í síma 866-3464.
Heimild: skidalvik.is