dalvíkurbyggð

Covid í rénun í Dalvíkurbyggð

Allt útlit er fyrir að covid sé í rénun í Dalvíkurbyggð, eru tölur óbreyttar á milli daga, eða 21 í einangrun og 17 í sóttkví. Þá var í dag síðasti dagurinn þar sem sýnataka fer fram í Bergi Menningarhúsi.

Frá og með 12. nóvember verður sýnataka á Heilsugæslustöðinni á Dalvík. Þeir sem eiga að koma í skimun eða vilja panta sýnatöku hringja þá í s: 432-4400 og panta tíma.