Dagskráin á Segli 67 á Siglufirði yfir verslunarmannahelgina
Að vanda er bruggverksmiðjan Segull 67 á Siglufirði með öfluga dagskrá um verslunarmannahelgina. Fimmtudaginn 1. ágúst verður síldarball eftir götugrillið. Á laugardaginn verður þrautabraut fyrir börn, fornbílasýning og hinir vinsælu bjórleikar. Á sunnudag verður pokavarp og stemning.