Dalbær óskar eftir bakvörðum
Dvalarheimilið Dalbær í Dalvíkurbyggð óskar eftir að koma á fót Bakvarðasveit fyrir heimilið. Fari svo að mikið brottfall verði í hópi starfsmanna gæti orðið nauðsynlegt að fá aðstoð við að manna umönnunar- og/eða eldhússtörf á heimilinu.
Leitað er að fólki sem gæti veitt aðstoð ef slíkar aðstæður koma upp, meðal annars þeim sem hafa unnið á Dalbæ, þeim sem hafa heilbrigðismenntun eða umönnunarreynslu og þeim sem eru hraustir og geta unnið hlutastörf tímabundið.
Vinsamlega sendið nafn og símanúmer á dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is ef þið gefið kost á ykkur í bakvarðasveitina.
Ef þörf verður á að kalla eftir aðstoð þá mega þeir sem skrá sig í Bakvarðasveitina eiga von á símtali.