dalvíkurbyggð

Dalvík gerði aðeins jafntefli á heimavelli

Dalvík/Reynir mætti Þrótti frá Vogum í dag á Dalvíkurvelli í 1. umferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Liðin höfðu mæst sjö sinnum á síðustu árum í deild og deildarbikar en Dalvík vann heimaleikinn 4-1 gegn þeim í fyrra og jafntefli var á heimavelli Þróttar í 2. deildinni.

Áki Sölvason kom Dalvík/Reyni yfir á 20. mínútu og staðan orðin 1-0. Gestirnir voru hinsvegar ekki lengi að svara og skoruðu strax á 23. mínútu með marki frá Brynjari Jónassyni. Staðan var 1-1 í hálfleik.

Þjálfari Dalvíkur gerði svo tvöfalda skiptingu strax á 61. mínútu og setti Pálma og Jimenez inná fyrir Viktor Daða og Kristinn Þór. Jimenez var ekki lengi að stimpla sig inn og fékk gult spjald á 67. mínútu. Sveinn Helgi kom inná fyrir Rúnar Helga hjá Dalvík á 74. míntúu og aftur var tvöföld skipting á 84. mínútu þegar heimamenn freistuðu þess að knýja fram sigur.  Númi Kára og Jóhann Örn voru settir inn á og útaf fóru Angantýr og Áki Sölva.

Lokastaðan var 1-1 í þessum fyrsta deildarleik sumarsins.