Dalvík í slæmum málum eftir tap gegn Haukum
Dalvík/Reynir og Haukar mættust á Dalvíkurvelli í gær í 20. umferð Íslandsmótsins í 2. deild karla í knattspyrnu. Haukar voru í 5. sæti deildarinnar fyrir leikinn en Dalvík/Reynir hefur verið í bullandi fallbaráttu nánast allt mótið. Dalvík þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að eiga raunhæfa möguleika að sleppa við fall úr deildinni. Liðin mættust í september í Hafnarfirði og unnu Haukar öruggan 3-0 sigur þar.
Haukar skoruðu fyrsta markið eftir rúman hálftíma leik og var það Tómas Ásgeirsson með sitt 15 mark í deild og bikar í sumar. Heimamenn voru ekki lengi að jafna en á 39. mínútu var dæmd vítaspyrna skoraði Borja Laguna og jafnaði leikinn í 1-1, hans 7 mark í sumar.
Gestirnir byrjuðu af krafti í síðari hálfleik og komust yfir á 54. mínútu með marki frá Ásgeiri Ingólfssyni, staðan orðin 1-2.
Þjálfari D/R gerði svo skiptingu á 64. mínútu þegar Jóhann Örn kom inná fyrir Viktor Daða, og skömmu síðar kom Númi Kárason inná fyrir Áka Sölvason.
Dalvík jafnaði svo leikinn 80. mínútu þegar Jóhann Örn skoraði mikilvægt mark og jafnaði leikinn í 2-2, hans annað mark í 17 leikjum í sumar.
Allt stefndi í jafntefli en á 94. mínútu í uppbótartíma skoraði Kelvin Wesseh Sarkorh sjálfsmark sem tryggði Haukum sigur í leiknum. Gríðarlega svekkjandi úrslit fyrir Dalvíkinga í þessum leik.
Dalvík/Reynir á núna 2 leiki eftir á Íslandsmótini, næstu leikur er gegn Völsungi gegn Selfossi í lokaumferðinni.
Dalvík er með 11 stig eftir 20 leiki og er í 12. sæti, Víðir eru með 13 stig eftir 19 leiki í 11. sæti og Völsungur er með 17 stig eftir 20 leiki í 10. sæti. Möguleikar Dalvíkur felast því í því að vinna báða sína leiki og treysta á að Víðir og Völsungur tapi sínum leikjum.