dalvíkurbyggð

Dalvík mætti Njarðvík á Dalvíkurvelli

Dalvík/Reynir mætti Njarðvík á Dalvíkurvelli í dag í 8. umferð Íslandsmótsins í 2. deild karla í knattspyrnu. Búist var við erfiðum leik en Njarðvík hefur farið ágætlega af stað á mótinu en Dalvíkingum hefur gengið erfiðlega að stigin í undanförnum leikjum.

Dalvík/Reynir byrjaði fyrri hálfleik ágætlega og komust yfir á 13. mínútu með marki frá Rúnari Frey, hans fyrsta mark fyrir félagið í 8 leikjum. Gestirnir frár Njarðvík jöfnuðu leikinn á 42. mínútu með marki frá Kára Alexanderssyni, og var staðan því jöfn 1-1 í hálfleik.

Hvorugu liðinu tókst að nýta þau færi sem komu í síðari hálfleik, en D/R gerði þó 4 skiptingar, en lokastaðan var 1-1.

Dýrmætt stig í hús og er D/R núna með 5 stig eftir 8 umferðir.