Fjallabyggð

Dalvík/Reynir áfram í Mjólkurbikarnum eftir sigur á KF

Dalvík/Reynir og KF mættust í Mjólkurbikarnum í gær og átti leikurinn að fara fram á Dalvíkurvelli, en var færður vegna veðurs til Akureyrar og í Bogann. D/R eru í Lengjudeildinni og KF í 2. deildinni.

Eins og áður þegar þessi lið hafa mæst þá er hart barist. KF náði sér í þrjú gul spjöld á fyrstu 25 mínútum leiksins og spiluðu fast.

Dalvík/Reynir komst yfir á 26. mínútu þegar Áki Sölvason skoraði.  Þá náði D/R sér í tvö gul spjöld áður en dómarinn flautaði til hálfleiks.

D/R skoraði annað mark á 66. mínútu þegar Dagbjartur Búi Davíðsson skoraði, en hann lék sem lánsmaður með KF á síðasta tímabili, en er núna lánsmaður hjá D/R. Staðan 2-0 en nóg eftir á klukkunni.

 

KF náði ekki að koma inn marki, og vann D/R 2-0 og eru komnir áfram í næstu umferð Mjólkurbikarsins.