dalvíkurbyggð

Dalvík/Reynir fær portúgalskan varnarmann

Miðvörðurinn Miguel Goncalves hefur samið við Dalvík/Reyni.
Goncalves var 25 ára núna 27. janúar síðastliðinn og leikur sem miðvörður í hjarta varnarinnar. Hann er frá Portúgal og hefur leikið allan sinn feril í heimalandi sínu.
Hann er sagður vera 189 cm á hæð og er réttfættur. Hann getur einnig leikið sem djúpur miðjumaður.
Síðustu árin hefur hann leikið fyrir félög eins og Sertanense, Imortal og Farense.
Síðasta liðið hans var t.d með völl sem tók 7600 áhorfendur í sæti.