dalvíkurbyggð

Dalvík/Reynir leikur gegn Leikni

Fyrsti heimaleikur Íslandsmótsins í 2. deild hjá Dalvík/Reyni fer fram í dag í Boganunm á Akureyri kl. 18:30, þar mæta Leiknir frá Fáskrúðsfirði til leiks. Bæði liðin eru enn án sigra í fyrstu tveimur umferðunum en Leiknir hefur gert tvö jafntefli og er með tvö stig og Dalvík hefur gert eitt jafntefli og tapað einum og eru því með eitt stig.

Búast má við hörkuleik, en í liði Leiknis eru margir erlendir leikmenn og liðið vel skipað.

Liðin mættust í marsmánuði í Lengjubikarnum og vann þá Dalvík 7-1 stórsigur. Ekki er hægt að lesa of mikið í þau úrslit, en Leiknir hefur bætt við sig fjórum erlendum leikmönnum núna í skömmu fyrir Íslandsmótið.