dalvíkurbyggð

Dalvík/Reynir leitar að þjálfara

Þórir Guðmundur Áskelsson, sem tók við liði Dalvíkur/Reynis undir lok tímabilsins, verður ekki áfram þjálfari liðsins. Þetta hefur Stefán Garðar Níelsson, formaður stjórnar Knattspyrnudeildar staðfest. Hann segir að Þórir hafi komið með kraft, gleði og aga inn í liðið undir lok tímabilsins, en náði því miður ekki að stýra liðinu frá fallsæti. Óskar Bragason hafði áður stýrt liðinu frá haustinu 2018 áður en Þórir tók við nú í haust.

Knattspyrnudeild Dalvíkur leitar því að nýjum aðalþjálfara fyrir næsta tímabil, en Dalvík/Reynir mun leika í 3. deildinni að ári.

Dalviksport.is greindi fyrst frá þessu.