Dalvík/Reynir lék við KA-2 á Kjarnafæðismótinu
Dalvík/Reynir lék við KA-2 liðið á Kjarnafæðismótinu í gær í A-deild B-riðils.
KA tók forystu í fyrri hálfleik þegar Dagbjartur Búi Davíðsson skoraði fyrsta mark leiksins á 34. mínútu. KA leiddi 1-0 í hálfleik.
Dagbjartur skoraði svo beint úr hornspyrnu fyrir KA í byrjun síðari hálfleiks og voru komnir í 2-0.
Dalvík/Reynir minnkaði svo muninn á 73. mínútur þegar Viktor Daði Sævaldsson skoraði.
KA átti síðasta markið skömmu fyrir leikslok og unnu þeir 3-1 sigur.
Dagbjartur lék síðasta tímabil sem lánsmaður hjá Dalvík/Reyni og árið undan hjá KF. KA spilaði mikið ungum leikmönnum og Dalvík/Reynir einnig í bland við nýkomna leikmenn.